Skip to main content

Íbúðalánasjóður ætlar að setja ríflega 50 austfirskar eignir í sölu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jún 2012 23:18Uppfært 08. jan 2016 19:23

egilsstadir.jpg

Íbúðalánasjóður hefur sett, eða er að setja, 54 húseignir í sölumeðferð á svæðinu frá Langanesbyggð til Hornafjarðar. Sjóðurinn á 237 eignir á svæðinu.

 

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Óvíst er hvort og hver áhrifin verða á fasteignaverð á svæðinu en haft er eftir Ágústi Kr. Björnssyni, sviðsstjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs, að til að varðveita verðmæti eigna sé lögð áhersla á að selja þær á markaðsvirði og raska ekki jafnvægi á fasteignamarkaði.

Eignir sjóðsins verða skráðar þannig að allir löggildir fasteignasalar í landinu geta tekið eignir sjóðsins í sölumeðferð samkvæmt samstarfssamningi við Félag Fasteignasala. Það er meðal annars gert til að tryggja sanngjarnt og gagnsætt söluferli.

Eignirnar eru skráðar á fasteign.is og fasteignavef Morgunblaðsins. Á Fasteign.is má nú sjá töluvert úrval húsnæðis sem byggt var á þennsluárunum á Egilsstöðum og Reyðarfirði.