Íbúðalánasjóður ætlar að setja ríflega 50 austfirskar eignir í sölu

egilsstadir.jpg

Íbúðalánasjóður hefur sett, eða er að setja, 54 húseignir í sölumeðferð á svæðinu frá Langanesbyggð til Hornafjarðar. Sjóðurinn á 237 eignir á svæðinu.

 

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Austurgluggans. Óvíst er hvort og hver áhrifin verða á fasteignaverð á svæðinu en haft er eftir Ágústi Kr. Björnssyni, sviðsstjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs, að til að varðveita verðmæti eigna sé lögð áhersla á að selja þær á markaðsvirði og raska ekki jafnvægi á fasteignamarkaði.

Eignir sjóðsins verða skráðar þannig að allir löggildir fasteignasalar í landinu geta tekið eignir sjóðsins í sölumeðferð samkvæmt samstarfssamningi við Félag Fasteignasala. Það er meðal annars gert til að tryggja sanngjarnt og gagnsætt söluferli.

Eignirnar eru skráðar á fasteign.is og fasteignavef Morgunblaðsins. Á Fasteign.is má nú sjá töluvert úrval húsnæðis sem byggt var á þennsluárunum á Egilsstöðum og Reyðarfirði.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.