Banaslys á Fagradal í morgun

fagridalur_slys_12102011_web.jpgStúlka á átjánda ári fórst í umferðarslysi á Fagradal í morgun. Vinkona hennar, sem var farþegi, slasaðist mikið og var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju í kvöld.

 

Tilkynnt var um slysið upp úr klukkan hálf níu ú kvöld. Vörubifreið, sem kom frá Egilsstöðum og fólksbíll stelpnanna, sem kom af fjörðum skullu saman rétt ofan við Grænafell. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur minna slasaður á heilsugæsluna á Egilsstöðum.

Nafn hinnar látnu hefur ekki verið gefið upp. Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju klukkan átta í kvöld. Kennsla var felld niður og prófum frestað í Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem stúlkurnar voru við nám.

Hált var á Fagradal í morgun. Vegurinn var lokaður í á þriðju klukkustund vegna slyssins.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.