Banaslys á Fagradal í morgun

fagridalur_slys_12102011_web.jpgStúlka á átjánda ári fórst í umferðarslysi á Fagradal í morgun. Vinkona hennar, sem var farþegi, slasaðist mikið og var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju í kvöld.

 

Tilkynnt var um slysið upp úr klukkan hálf níu ú kvöld. Vörubifreið, sem kom frá Egilsstöðum og fólksbíll stelpnanna, sem kom af fjörðum skullu saman rétt ofan við Grænafell. Ökumaður vörubifreiðarinnar var fluttur minna slasaður á heilsugæsluna á Egilsstöðum.

Nafn hinnar látnu hefur ekki verið gefið upp. Bænastund verður í Eskifjarðarkirkju klukkan átta í kvöld. Kennsla var felld niður og prófum frestað í Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem stúlkurnar voru við nám.

Hált var á Fagradal í morgun. Vegurinn var lokaður í á þriðju klukkustund vegna slyssins.  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar