Skip to main content

Íbúatölur leiðréttar: Þekkingarnet Þingeyinga tekur ábyrgð á röngum tölum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. maí 2012 19:22Uppfært 08. jan 2016 19:23

thekkingarnet_thingeyinga.jpg
Leiðréttar tölur um íbúaþróun á mið-Austurlandi hafa verið birtar á vef sjálfbærniverkefnis á Austurlandi. Þekkingarnet Þingeyinga tekur ábyrgð á mistökunum.

Sjálfbærniverkefnið er í eigu Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls en Þekkingarnet Þingeyinga heldur utan um það. Í gær benti Agl.is á að tölur, sem kynntar voru meðal annars í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins, um íbúaþróun væru rangar. Íbúafjölgunin hefði verið ofmetin um tæplega 1000 íbúa.

Í yfirlýsingu, sem Þekkingarnetið sendi Agl.is í dag, segir að farið hafi verið yfir öll töluleg gögn um mannfjöldaþróum á mið-Austurlandi sem stuðst hafi verið við í mælingum.

Þar er staðfest það sem Agl.is benti á að villan tengist sameiningu Búðahrepps og Stöðvarhrepps (þá Austurbyggðar), Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps við Fjarðabyggð.

„Þekkingarnet Þingeying tók við verkefninu og fylgigögnum árið 2008 og hefur séð um vöktun tölulegra ganga frá þeim tíma. Engu að síður lýsir Þekkingarnetið fullri ábyrgð á þessum mistökum og mun leiðrétta útreikninga hið fyrsta. Vökulum augum Agl.is eru færðar bestu þakkir.“