Baugur Bjólfs á toppi Bjólfs

Baugurinn er afar sterkt form sem fellur með sérstæðum hætti að landslagi, er heillandi andstæða umhverfis síns og býður upp á svífandi og einstaka upplifun umfram það sem sjá má af fjallsbrúninni.

Svo segir í umsögn dómnefndar um sigurtillöguna um nýjan útsýnisstað við snjóflóðagarðana nálægt toppi Bjólfs fyrir ofan Seyðisfjörð.  Verkið heitir Baugur Bjólfs og er hringlaga pallur sem að hluta slagar aðeins út fyrir snarbrattar hlíðar fjallsins.

Dómnefnd segir að Baugurinn og tenging við haug landnámsmannsins Bjólfs sé mjög áhugavert og nýtist vel til menningar- og ferðaþjónustutengdrar starfsemi. Um sé að ræða einstaklega áhugavert kennileyti sem kallast á við landslagið á einfaldan en áhrifamikinn hátt.

Arkitektar vinningstillögunnar eru þær Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum en verkið jafnframt unnið í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta. Að tillögunni komu ennfremur Auður Hreiðarsdóttir frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá EXA NORDIC.

Múlaþing, sem efndi til samkeppninnar, hyggst sækja um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að þróa áframhaldandi hönnun mannvirkisins.

Tölvugerð mynd af Baug Bjólfs eins og arkitektar sjá hann fyrir sér í framtíðinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.