Bið eftir upplýsingum um umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Múlaþings
Sveitarfélagið Múlaþing hefur ekki enn orðið við beiðni Austurfréttar um upplýsingum um þá einstaklinga sem sóttu um stöðu sveitarstjóra. Umsóknarfrestur rann út fyrir helgi.Umsóknarfrestur var til og með 8. október. Daginn eftir óskaði Austurfrétt eftir upplýsingum um umsækjendur. Samkvæmt upplýsingalögum er opinberum aðilum skylt að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf þegar umsóknarfrestur er liðinn.
Nánar segir í grein um málshraða að hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra aðila frá ástæðum og hvenær ákvörðunar sé að vænta.
Í gær veitti Intellecta, sem veitir sveitarstjórn Múlaþings ráðgjöf við ferlið, þau svör að „vegna anna og óviðráðanlegra ástæðna“ verði umsækjendalistinn ekki sendur fyrr en eftir helgi.
Þegar staða sveitarstjóra á Vopnafirði var auglýst í vor lágu upplýsingarnar fyrir eftir fimm daga.