Birkikrossviður í leikskólanum: Ítarleg skoðun
Í ljós hefur komið að birkikrossviður er í þaki leikskólans Skógarlands á Egilsstöðum þvert á það sem áður hafði verið fullyrt. Sérfræðingur hefur verið við störf í skólanum í morgun við ítarlega skoðun.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði sem send var starfsfólki og foreldrum leikskólabarna í morgun og birt á vef sveitarfélagsins. Á íbúafundi fyrir viku sögðu þeir að krossviðurinn hefði ekki verið notaður í þak skólans, sem byggður var af ÍAV líkt og hús í Votahvammi þar sem komið er upp myglusveppavandamál.
„Fullyrt hefur verið að þar hafi ekki verið notaðar birkikrossviðarplötur en nú hefur komið í ljós að þær fullyrðingar byggðu á röngum upplýsingum. Slíkar plötur er að finna í a.m.k. hluta af þaki skólans en nánari athugun mun leiða í ljós hversu víða þetta efni er að finna,“ segir í yfirlýsingunni.
„Fyrir hönd sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs biðjumst við hér með velvirðingar á því að hafa áður látið frá okkur fara rangar upplýsingar í þessu máli.“
Áréttað er að engar vísbendingar um myglu hafi fundist í fyrri rannsóknum á skólabyggingunni. Í ljósi hinna nýju upplýsinga var hins vegar hóað í sérfræðing skoðað hefur leikskólann í dag.
Í yfirlýsingunni er einnig minnt á að birkikrossviðurinn einn og sér sé ekki mygluvaldur. Sveppamyndunin ráðist einnig af byggingarlagi hafi verið réttur þegar húsið var byggt.“