Bjargráðasjóður fær fé til að bregðast við kaltjóni
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt til að Bjargráðasjóði verði tryggt aukið fjármagni á þessu ári vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna veturinn 2019-2020. Ríkisstjórnin samþykkti að tillögu ráðherra að vísa málefnum sjóðsins til vinnslu frumvarps til fjáraukalaga 2020.Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Þar segir að síðastliðinn vetur varð óvenju mikið girðingatjón vegna óveðurs í desember 2019 og almennrar vetrarhörku. Sjóðnum hafa að auki borist fjölmargar tilkynningar um verulegt kaltjón, einkum á Norður- og Austurlandi. Ásókn í sjóðinn er því mikil en endanleg fjárhæð tjónsins liggur ekki fyrir þar sem unnið er að því að meta umsóknir sem eru á þriðja hundrað. Þó er ljóst að það er talsvert umfram núverandi úthlutunar getu sjóðsins.
Eins og fram hefur komið í frétt á Austurfrétt varð Austurland næstverst út úr kaltjóninu í vetur. Alls hafa 48 bændur á Austurlandi sótt um bætur vegna kaltjóns á 1.175 hekturum.