Skip to main content

Björg Björnsdóttir nýr safnstjóri Minjasafns Austurlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. nóv 2024 10:05Uppfært 01. nóv 2024 11:32

Gengið hefur verið frá ráðningu Bjargar Björnsdóttur sem nýs safnstjóra Minjasafns Austurlands. Hún hefur störf um næstu áramót.

Björg kemur í stað Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, þjóðfræðings, sem verið hefur safnstjóri allar götur frá árinu 2015 og haldið um taumana á jákvæðum tíma fyrir safnið því því aðsókn hefur aukist jafnt og þétt hin síðustu ár.

Björg er fædd, uppalin og búsett á Egilsstöðum og hefur undanfarin ár starfað sem mannauðsstjóri Skógræktar ríkisins sem síðar varð Land og skógur. Hún starfaði um tíma sem verkefnastjóri hjá Austurbrú og þar áður í höfuðborginni hjá menningarhúsinu Hannesarholt, Háskóla Íslands og Þjóðleikhúsinu.

Nýi safnstjórinn er menntuð í frönsku, fjölmiðlafræði, fréttamennsku og hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Þá starfaði hún og um tíma fyrir Safnaráð hvers hlutverk er að hafa eftirlit með og vinna að heilstæðri stefnumörkun í safnastarfi í landinu öllu.

Alls fjórir einstaklingar þóttu uppfylla öll skilyrði til starfsins en bæði for- og framhaldsviðtöl fóru fram við alla þá aðila.