Björg Björnsdóttir nýr safnstjóri Minjasafns Austurlands

Gengið hefur verið frá ráðningu Bjargar Björnsdóttur sem nýs safnstjóra Minjasafns Austurlands. Hún hefur störf um næstu áramót.

Björg kemur í stað Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur, þjóðfræðings, sem verið hefur safnstjóri allar götur frá árinu 2015 og haldið um taumana á jákvæðum tíma fyrir safnið því því aðsókn hefur aukist jafnt og þétt hin síðustu ár.

Björg er fædd, uppalin og búsett á Egilsstöðum og hefur undanfarin ár starfað sem mannauðsstjóri Skógræktar ríkisins sem síðar varð Land og skógur. Hún starfaði um tíma sem verkefnastjóri hjá Austurbrú og þar áður í höfuðborginni hjá menningarhúsinu Hannesarholt, Háskóla Íslands og Þjóðleikhúsinu.

Nýi safnstjórinn er menntuð í frönsku, fjölmiðlafræði, fréttamennsku og hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Þá starfaði hún og um tíma fyrir Safnaráð hvers hlutverk er að hafa eftirlit með og vinna að heilstæðri stefnumörkun í safnastarfi í landinu öllu.

Alls fjórir einstaklingar þóttu uppfylla öll skilyrði til starfsins en bæði for- og framhaldsviðtöl fóru fram við alla þá aðila.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.