Björgunarsveit kölluð út til að sækja sleðamann á Vopnafjarðarheiði

Björgunarsveitin Vopni frá Vopnafirði var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna vélsleðamanns sem slasaðist um 500 m frá kofanum í Aðalbóli á Vopnafjarðarheiði.


Björgunarsveitin fór á staðinn á tveimur bílum og var læknir með í för. Ferðin gekk vel og voru bjargir komnar á slysstað um 45 mínútum eftir að útkall barst. Þá voru ferðafélagar mannsins búnir að búa um hann en svefnpoka og teppi var að finna í kofanum.

Verið er að flytja hinn slasaða með björgunarsveitabíl niður að Ytri-Hlíð í Vesturárdal þar sem sjúkrabíll bíður. Maðurinn er ekki talinn vera alvarlega slasaður.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.