Björgunarsveitin Vopni kölluð út til að aðstoða skip með bilaða vél

vopnafjordur.jpg
Björgunarsveitin Vopni var kölluð tvisvar út seinni partinn á fimmtudag. Annað skiptið var það til að aðstoða eitt af skipum HB Granda sem var með bilaða vél.

Frá þessu er greint á Vopnafjörður.is. Það var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson sem aðstoðaði Faxa RE 9 til hafnar  en skipið kom inn eftir að vél þess bilaði.

Þá var björgunarsveitin kölluð út til eftir að fjórhjól, sem eldri maður ók, féll niður um þunnan ís. Maðurinn komst í land og varð ekki meint af. Björgunarsveitin kom taug í hjólið og dró á þurrt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar