Björgunarsveitir til hjálpar ferðafólki: Vesen með bíla á sumardekkjum

brimrun5_web.jpg

Austfirskar björgunarsveitir hafa verið kallaðar nokkrum sinnum út undanfarinn sólarhring til að aðstoða ferðafólk.

 

Eining á Breiðdalsvík sótti í morgun bíl sem var fastur í Suðurdal. Á Fjarðarheiði fór björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði til aðstoðar bílum sem runnið höfðu út af veginum og fest sig þar.

Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. Á vef Landsbjargar er haft eftir Ísólfsmönnum að undanfarna daga hafi þurft að aðstoða ökumenn á bílum sem komnir eru á sumardekk. Ítreka þeir að þannig búin ökutæki eigi ekkert erindi í ófærð. 

Í gær var Vopni á Vopnafirði kölluð út þar sem hestamaður hafði ekki skilað sér heim en talið var að hann væri á Brekknaheiði. Fljótlega eftir að sveitin var farin til leitar þá skilaði hann sér til byggða heill á húfi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.