Skip to main content

Bálhvasst á Borgarfirði: Þakplötur fuku af frystihúsinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. mar 2012 17:49Uppfært 08. jan 2016 19:22

bfj_thakfok_11032012_dagbj_web.jpg
Bálhvasst hefur verið víða á Austurlandi í dag og samgöngur farið úr skorðum. Þakplötur rifnuðu af gamla frystihúsinu á Borgarfirði eystri.
 

Vindurinn fór upp í 30 m/s í snörpustu vindhviðunum á Borgarfirði í dag. Þar losnuðu nokkrar þakplötur af gamla frystihúsinu og fuku meðal annars niður í fjöru.

Hvassviðri hefur hamlað samgöngum á Austurlandi í dag. Ekkert var flogið framan af degi. Byrjað er að fljúga á ný og er fyrsta vélin væntanleg til Egilsstaða um kvöldmatarleytið. 

Á Oddsskarði og Vopnafjarðarheiði mældust vindhviður um og yfir 40 m/s í morgun. Vindinn hefur lægt verulega núna seinni partinn.

Mynd: Dagur Björnsson