Boðið til íbúafundar í Neskaupstað um viðbrögð við ofanflóðahættu

Fjölmargir þjónustu- og viðbragðsaðilar bjóða íbúum Neskaupstaðar og nágrennis til fundar í kvöld um nýjastu upplýsingar um viðbrögð við ofanflóðum. Þar kynnt mikil vinna sem unnin hefur verið upp á síðkastið til að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda.

Fundurinn fer fram í Nesskóla og hefst klukkan 20 í kvöld en á meðal þeirra sem halda þar erindi er lögregla og tengdir viðbragðsaðilar sem hafa endurskoðað rýmingar og vegalokanir ef til hættu kemur og kynna þær fyrir íbúum.

Aðrir aðilar á svæðinu fara yfir stöðuna af sinni hálfu. Þar á meðal forstöðumaður skíðasvæðisins í Oddsskarði, kynnt verða ný rýmingarkort og breytingar á snjóflóðaeftirlit af hálfu Fjarðabyggðar og Veðurstofu Íslands, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jóna Árný Þórðardóttir, fer yfir þær breytingar sem orðið hafa á ýmsum samvinnuverkefnum þessum málum tengdum frá síðasta íbúafundi og síðast en ekki síst þá mun Síldarvinnslan kynna sínar viðbragðsáætlanir ef til almannavarnarástands kemur með tilliti til björgunar á verðmætum og tækjum.

Fyrsti dagur vetrar þetta árið gengur í garð um helgina þann 26. október og næstu mánuðir umhleypingasamir eins og gengur þann tíma á Íslandi með tilheyrandi frosti, snjó og ýmsum hættum því samfara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.