Bragasynir gjaldþrota
Verktaka- og jarðvinnufyrirtækið Bragasynir á Eskifirði hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Fyrirtækið hefur ekki skilað ársreikningum til opinberra aðila síðan það var stofnað.
Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Austurlands í september síðastliðnum. Það var stofnað árið 2003 og samkvæmt lýsingu þess sinnti það fjölbreyttri verktaka- og jarðvegsvinnu. Snjómokstur, vélaleiga og efnisala séu undirstöður rekstrarins. Í ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra kemur fram að fyrirtækið hafi ekki skilað ársreikningum fyrir önnur rekstrarár en 2003.