Breikkun Hafnarvegar á Borgarfirði eystra skal lokið fyrir næsta sumar

Fyrr í sumar hóf Vegagerðin að breikka Hafnarveginn, sem svo er kallaður, á Borgarfirði eystra en það er vegspottinn úr þorpinu og inn að Hafnarhólma. Framkvæmdum skal lokið fyrir næsta sumar.

Hávær köll hafa verið lengi eftir breikkun vegarins enda í raun aðeins ein akrein í báðar áttir og það fyrir löngu farið að valda bæði vandræðum og jafnvel óhöppum með snarvaxandi fjölda ferðamanna sem heimsækja Hafnarhólmann. Stór hluti þeirra koma á svæðið með rútum eða stærri bílum sem eiga á löngum köflum bágt með að mætast. Nokkrar úrbætur voru gerðar árið 2018 vegna þessa en dugðu skammt og áfram er gert ráð fyrir meiri aukningu í komum ferðamanna á svæðið á næstu árum.

Breikkun hófst fyrr í sumar af hálfu Vegagerðarinnar og þar gera menn ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir næsta sumar.

Glögglega má sjá á myndinni að Hafnarvegurinn er í mjórri kantinum sem veldur töfum og hættu þegar umferðarþunginn er sem mestur. Mynd AE

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.