Hreindýraveiðitímabilinu lokið

Hreindýraveiðitímabilinu er lokið í þetta sinn. Veiðar á hreindýrum gengu vel í sumar. Þrátt fyrir brösulega byrjun í upphafi tímabilsins. Alls voru 1326 dýr felld.

 

„Þetta endaði nú allt saman nokkuð vel en byrjaði frekar brösulega. Enda eins við sem búum hérna fyrir austan vitum var mikil þoka og rigning í sumar og það erauðvitað ekki óska aðstæður fyrir veiði,“ segir Jóhann G. Gunnarsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Hann segir að aðstæður hafi verið þannig að margir hafi jafnvel þurft að fara tómhentir heim og koma aftur seinna í sumar. Betra færi gafst síðustu vikurnar og björguðu tímabilinu.

Yfirleitt eru leyfin fljót að fara en það eru eitt og eitt svæði sem erfitt er að koma út. Svæði fjögur er til dæmis eitt þeirra.  „Þetta er Seyðisfjörður og Mjóifjörður og það bárust bara mjög fáar umsóknir í kýrnar á þarna. Það getur verið að erfitt sé að veiða þarna en það gekk mjög vel að núna í sumar. Það var til dæmis mjög falleg hjörð í Mjóafirði. 

Jóhanni tókst illa að koma leyfum út á svæði fjögur og endaði með því að hann þurfti að úthluta þremur svokölluðum aukadýrum. „Það voru menn sem voru búin að fá dýr á öðrum svæðum og fengu þessi aukadýr á svæði fjögur og ég veit ekki betur en allir náðu  líka sínum aukadýrum,“ bætir Jóhann við.  

Þrátt fyrir að þessu veiðitímili sé lokið þá var gefin út nóvemberkvóti á veiðisvæðum 8 og 9. Alls voru gefin 98 leyfi. Það er búið að úthluta þessum leyfum til þeirra sem um það sóttu. 

 

Mynd úr safni

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar