Brotist inn í bíla á Egilsstöðum
Brotist var inn í nokkra bíla á Egilstöðum síðasta sunnudag, þeir sem þar voru að verki voru handteknir og telst málið upplýst.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum var brotist inn í eina fjóra bíla síðasta sunnudag á Egilsstöðum. Tveir bílanna stóðu við Íþróttahúsið á Egilsstöðum, hafði eitt fórnarlambið brugðið sér um hábjartan dag í badminton og kom að bílnum með brotna hliðarrúðu eftir tæplega tveggja tíma stans í Íþróttahúsinu.
Brotist var inn í alla bílana um hábjartan dag. Þrír menn af erlendu bergi brotnir voru handteknir í framhaldinu sem játuðu á sig verknaðinn og er helftin af þýfinu er komið til skila. Mennirnir sem handteknir voru eru búsettir í Reykjavík en taka annað slagið svona ,,hringferðir" til að stunda þessa yðju. Áður en þér létu bera niður á Egisstöðum höfðu þeir verið til ama og vandræða á Akureyri þar sem þeir fóru um með gripdeildum.