Brotist inn í tvö hús í Fellabæ

Lögreglan á Austurlandi leitar að einstaklingum sem grunaðir eru að hafa brotist inn í tvö hús í Fellabæ í gær. Grunur er um að reynt hafi verið að fara inn víðar.

Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni að síðustu daga hefði verið tilkynnt um að farið hefði verið inn í tvö hús í Fellabæ. Gramsað hefði verið í dóti en ekki mikið þýfi tekið.

Lögreglu hafa einnig borist ábendingar um að reynt hafi verið að fara inn í fleiri hús þótt staðfest tilvik liggi ekki fyrir. Þegar farið var að spyrjast fyrir um grunsamlegar mannaferðir bættist við frásögn eins húseiganda í viðbót sem hafði komið að ókunnum aðila heima hjá sér.

Lögregla víðar á landinu, bæði Suðurlandi og Norðurlandi vestra, hefur að undanförnu leitað að þjófum sem banka upp á og fara inn ef enginn er heima. Ekki er vitað hvort málin tengjast með nokkrum hætti.

Enginn liggur enn undir grun um innbrotin í Fellabæ. Þeir sem orðið hafa varið við grunsamlegar mannaferðir geta haft samband við lögregluna á Egilsstöðum í síma 444-0640 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.