Brunasár eftir vinnuslys í kerskála Alcoa Fjarðaáls
Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi á miðvikudagskvöld eftir að hafa brennst í vinnuslysi kerskála álversins.Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu varð sprenging í deiglu, sem notuð er við að flytja raflausn með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn fékk brunasár.
Hann var fyrst fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað til rannsóknar en þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. Líðan hans er eftir atvikum.
Rannsókn á slysinu er hafin. Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri framleiðslu, segir að þegar hafi verið brugðist við með breyttu verklagi og auknum forvörnum.