Brynhildur Péturs: Stjórnmál eiga ekki að þurfa að vera skítkast og leiðindi

brynhildur_peturs_bf_va13.jpg
Björt framtíð leggur áherslu á að bæta umræðuhefð og vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum. Skoða á hugmyndir um aukna þátttöku almennings að stefnumálum með opnum huga.

„Það á ekki að þurfa þessi leiðindi og skítkast í stjórnmálunum. Við boðum almennt minna vesen og það skiptir miklu máli,“ sagði oddviti hreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi, Brynhildur Pétursdóttir, á opnum framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum í síðustu viku.

Sem dæmi um minna vesen nefndi hún þrepaskiptingu skattakerfisins. „Þrepaskipt skattkerfi er nokkuð gott. Þingmaður okkar ætlaði að vera með vesen yfir því en hætti við eftir að hafa kynnt sér það.“

Þar ræddi hún þannig möguleika að Alþingi notaði internetið til að styrkja tengsl sín við þjóðina. „Það mætti sjá fyrir sér vef þar sem hugmyndir yrðu til á og fengju meðmæli. Þær hugmyndir sem slá í gegn verða síðan að þingsályktunum.“


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar