Brynhildur verður efst hjá Bjartri framtíð

bjort_framtid.png
Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri leiðir lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í vor. Stefán Már Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, verður efstur Austfirðinga.

Fjögur efstu sætin voru staðfest í morgun. Þau skipa:

Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna Akureyri
Preben Jón Pétursson, framkvæmdarstjóri Akureyri
Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri grunnskólans á Reyðarfirði og bæjarfulltrúi
Hanna Sigrún Helgadóttir, framhaldsskólakennari á Laugum

Í samtali við Austurfrétt staðfesti Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum sem orðuð hafði verið við framboð fyrir flokkinn, að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar