Búið að malbika Njarðvíkurskriður

Vegaframkvæmdir hafa staðið yfir á Borgarfjarðarvegi í sumar í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum en í gærkvöldi var klárað að leggja bundið slitlag á veginn. 

Borgfirðingar hafa barist fyrir vegbótunum og er skemmst að minnast mótmæla í Njarvíkurskriðum í febrúar 2018 þar sem íbúar hófust handa við að steypa nýjan veg. Jakob Sigurðon oddviti Borgarfjarðarhrepps og bóndi í Njarðvík segir Borgfirðinga fagna vegbótunum. „Þetta er alveg dásamlegt, mjög langþráður áfangi,“ segir Jakob.

Til stendur að halda áfram vinnu við Borgarfjarðarveg og Jakob segir Vatnskarðið næst á dagskrá. „Það á að halda áfram strax í haust að leggja slitlag á Vatnsskarðið, einhvern hluta, sennilega Njarðvíkurmeginn.“

 

malbik

Myndir: Hafþór Snjólfur Helgason / borgarfjordureystri.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.