Búið að malbika Njarðvíkurskriður
Vegaframkvæmdir hafa staðið yfir á Borgarfjarðarvegi í sumar í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum en í gærkvöldi var klárað að leggja bundið slitlag á veginn.
Borgfirðingar hafa barist fyrir vegbótunum og er skemmst að minnast mótmæla í Njarvíkurskriðum í febrúar 2018 þar sem íbúar hófust handa við að steypa nýjan veg. Jakob Sigurðon oddviti Borgarfjarðarhrepps og bóndi í Njarðvík segir Borgfirðinga fagna vegbótunum. „Þetta er alveg dásamlegt, mjög langþráður áfangi,“ segir Jakob.
Til stendur að halda áfram vinnu við Borgarfjarðarveg og Jakob segir Vatnskarðið næst á dagskrá. „Það á að halda áfram strax í haust að leggja slitlag á Vatnsskarðið, einhvern hluta, sennilega Njarðvíkurmeginn.“
Myndir: Hafþór Snjólfur Helgason / borgarfjordureystri.is