Búið að opna Breiðdalsheiði

Vegurinn yfir Breiðdalsheiði var opnaður í hádeginu í dag. Vonast er til að fært verði yfir Öxi eftir helgina.

Vel gekk að opna veginn yfir Breiðdalsheiði en byrjað var á verkinu í gærmorgun. Þar er búið að opna fyrir umferð en í dag verður unnið við lagfæringar á veginum þannig vegfarendum er ráðlagt að fara með gát.

Byrjað var að blása snjó af veginum yfir Öxi í morgun. Þar er talsvert meiri snjór en á Breiðdalsheiðinni og má búast við að blásturinn einn og sér taki tvo daga. Eftir það þarf að laga veginn áður en hægt verður að hleypa á hann umferð. Það gæti gerst á sunnudag eða byrjun næstu viku.

Ekki er byrjað að skoða leiðina til Mjóafjarðar, en í það verður farið í framhaldi af Öxi. Eins er enn lokað yfir Hellisheiði og ekki von á að hún verðu rudd fyrr en í byrjun maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.