Byrja að byggja þriðja raðhúsið í Bláargerði

Austurbygg er að hefja byggingu á þriðja raðhúsinu í Bláargerði á Egilsstöðum. Í því verða fjórar íbúðir.

Ívar Karl Hafliðason eigandi Austurbygg segir að þessar íbúðir séu allar seldar en þær voru auglýstar til sölu fyrr í vetur.

“Við vonumst til að geta afhent þessar íbúðir í október næstkomandi ef allt gengur að óskum,” segir Ívar Karl. “Við lendum í smávegis vandræðum í fyrra með samskonar raðhús vegna COVID það er bygging þess tafðist um nokkrar vikur vegna farsóttarinnar.”

Ívar Karl segir að hann voni að ekki komi til tafa á framkvæmdunum í ár. “Ég er að vona að þetta vesen vegna COVID sé nú að mestu að baki okkar og að tímasetning um afhendingu standist,” segir hann.

Þetta er þriðja raðhúsið sem Austrubygg byggir í Bláargerði og verða þá íbúðirnar orðnar 12 talsins.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.