Covid-smit staðfest á Vopnafirði

Tveir einstaklingar á Vopnafirði hafa greinst með Covid-19 veiruna. Báðir voru í sóttkví við greiningu.

Hjördís Guðmundsdóttir, fjölmiðlafulltrúi almannavarna, staðfesti í samtali við Austurfrétt að tvö smit hafi verið staðfest á Austurlandi í morgun og bæði verið í sóttkví. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst eru báðir einstaklingarnir búsettir á Vopnafirði.

Þar hefur staðið til að halda árshátíð grunnskólans í kvöld. Ekki er ljóst hvort eða með hvaða hætti hún fer fram.

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands kemur saman til fundar klukkan 13:00 og er frekari upplýsinga að vænta að loknum þeim fundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar