Dæmdur fyrir að ráðast á sambýliskonu sína
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í skilorðsbundinnar refsingar fyrir að veitast að sambýliskonu sinni á heimil þeirra síðasta haust.Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi veist að konunni þar sem hún sat á rúmdýnu í svefnherberginu og dregið undan henni dýnuna þannig að hún féll á stálgrind hússins.
Við hlað hlaut hún mar, bólgu, roða og eymsli aftan á hægri handlegg og við hægra herðablað.
Maðurinn játaði brot sitt og var refsing hans talin hæfileg tveggja mánaða fangelsi til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða 155 þúsund í sakarkostnað. Við meðferð málsins féll konan frá einkaréttarkröfu upp á tvær milljónir króna, auk vaxta.
Þá hefur dómurinn dæmt annan karlmann fyrir að hóta syni sambýliskonu sinnar lífláti, að viðstöddum fóstursyni. Atvikið átti sér stað á heimili fjölskyldunnar í vor.
Maðurinn játaði brot sitt og lýsti yfir iðrun. Hann var dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára.