Skip to main content

Djúpavogshreppur selur Helgafell

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. des 2012 21:10Uppfært 08. jan 2016 19:23

djupivogur.jpg
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt kauptilboð Hótel Framtíðar í húsnæðið sem áður hýsti dvalarheimilið Helgafell. Fyrirtækið ætlar að nota húsnæðið undir ferðaþjónustu.

Salan var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í síðustu viku. Tilboð Hótel Framtíðar hljóðar upp á 28 milljónir króna fyrir húsnæðið. Í fundargerð segir að fyrirtækið hyggist koma upp „vinnuaðstöðu fyrir framleiðslu og eftirvinnslu á myndefni auk ferðaþjónustu“ í húsinu.

Dvalarheimilinu var lokað árið 2009 og síðan hafa heimamenn velt fyrir sér hvað hægt væri að gera við húsnæðið að Eyjalandi 4. Það uppfyllti ekki kröfur eða væntingar um dvalar- eða hjúkrunarheimili. Ekki reyndist heldur eftirspurn eftir þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara.

Því ákvað sveitarstjórnin í haust að auglýsa húsið til sölu, meðal annars eftir að fyrirspurnir bárust frá aðilum sem höfðu áhuga á að nýta það undir heilsutengda ferðaþjónustu.