Dorrit vildi ekki að Ólafur hætti við að hætta
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. jún 2012 23:46 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Dorrit Moussaieff, forsetafrú, gaf skýrt til kynna að hún hefði verið ósammála ákvörðun eiginmanns síns, Ólafs Ragnars Grímssonar, um að gefa áfram kost á sér sem forseti Íslands. Ólafur gaf til kynna í nýársvarpi sínu að hann ætlaði að hætta en snérist hugur eftir að hafa fengið áskoranir frá um 30.000 Íslendingum.
Þetta kom fram í umræðutíma á framboðsfundi Ólafs Ragnars á Hótel Héraði í gærkvöldi. Einn fundarmanna sagði við Ólaf: „Ég skyldi nýársávarpið þannig að þú værir bara hættur. Þú áttir
bara segja nei nú væri ég hættur,“ og bætti við: „Þú áttir að hætta við að hætta.“
Dorrit tók þá orðið og sagði: „Ég hafði þá skoðun líka“ og bætti því hlægjandi við að hún hefði viljað að Ólafur Ragnar færi í frí.
Ólafur Ragnar sagði fyrr á fundinum að honum hefði fundist „rangt“ að bjóða sig ekki fram í ljósi áskorananna sem honum bárust. Hann tók fram að væri þjóðin sama sinnis og fundargesturinn þá hefði hún tök á því að segja til um hvort nóg væri komið hjá honum í embættinu.
Mynd: Frá framboði Ólafs Ragnars. Dorrit þakkar fundargestum fyrir.
Mynd: Frá framboði Ólafs Ragnars. Dorrit þakkar fundargestum fyrir.