Skip to main content

Dregið um hreindýraleyfi á laugardag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. feb 2012 23:15Uppfært 08. jan 2016 19:22

hreindyr_web.jpg
Ríflega fjögur þúsund umsóknir bárust um rétt rúmlega eitt þúsund dýra hreindýrakvóta næsta árs. Dregið verður á laugardaginn.

Mikil spenna ríkir fyrir útdráttinn en hann fer fram í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum á laugardaginn klukkan 14:00. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef Umhverfisstofnunar. 

Niðurstöðurnar verða síðan sendar út í tölvupósti á sunnudaginn og bréfleiðis á mánudag, hafi menn ekki netfang.

Alls bárust 4.328 umsóknir um þau 1.009 dýr sem heimilt er að fella árið 2012. Leyft er að veiða 588 tarfa og 421 kú á veiðitímanum sem nær frá 1. ágúst til 15. september. Flest eru leyfin á svæði 2 og 3, alls rúmlega 400 talsins.