Dregið um hreindýraveiðileyfi
Dregið var úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum á laugardag. Út drættinum var sjónvarpað á internetinu.
Alls bárust 3802 umsóknir um hreindýraveðileyfi nú sem er nálægt 500 fleiri en á síðasta ári og hafa usóknirnar aldrei verið fleiri áður. Þeim hefur raunar verið að fjölga jafnt og þét á hverju ári síðan þetta úthlutunarkerfi var tekið upp, kring um síðustu aldarmót. Árið 2007 voru 2728 umsóknir gildar, árið 2008 voru þær 3038 og árið 2009 voru 3262 gildar umsóknir.
3737 umsóknir voru nú úrskurðaðar gildar um 1272 veiðileyfi sem í framboði eru. Þær 60 umsóknir sem úrskurðaðar voru ógildar, voru flestar ógildar vegna þess að viðkomand höfðu ekki B réttindi til meðferðar á skotvopnum, það er höfðu ekki leyfi til að skjóta af stórum rifflum. 78 umsóknir bárust frá erlendum veiðimönnum.
Tarfar svæði 1 og 2. Kr. 125.000
Tarfar svæði 3, 4, 5, 6, 7, 8, og 9 Kr. 90.000
Kýr svæði 1 og 2. Kr. 70.000
Kýr svæði 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 Kr. 50.000
Umsóknir voru mismarga eftir veiðisvæðum sem eru 9, flestar voru umsóknirnar á veiðisvæðum 1 og 2 en þar eru líka flest veiðileyfi í boði. Segja má að ásókn í veiðileyfin hafi verið tvöföld upp í fimmföld miðað við framboð, eftir veiðisvæðum.
Umsónir skiptust þannig eftir svæðum.
Kvóti Umsóknir Ásókn
Svæði 9 Tarfar 13 32 246%
Kýr 29 64 221%
Svæði 8 Tarfar 35 121 346%
Kýr 91 149 164%
Svæði 7 Tarfar 65 323 497%
Kýr 110 309 281%
Svæði 6 Tarfar 29 132 455%
Kýr 18 43 239%
Svæði 5 Tarfar 40 194 485%
Kýr 90 225 250%
Svæði 4 Tarfar 13 37 285%
Kýr 27 57 211%
Svæði 3 Tarfar 30 128 427%
Kýr 40 92 230%
Svæði 1 og 2 Tarfar 187 778 416%
Kýr 455 1052 231%
Lesa má niðurstöður úr drættinum á http://www.hreindyr.is/