Vestmannaey dregin til hafnar í Neskaupstað vegna elds

Eldur kom upp um borð í vélarrými Vestmannaeyjar síðdegis í dag þegar skipið var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Engin slys urðu á áhafnarmeðlimum og er skipið nú dregið til hafnar af systurskipinu Bergey.

Óljóst er hvers vegna eldurinn kviknaði í ísfisktogaranum síðdegis í dag en skipverjar reyndu strax að slökkva eldinn um leið og hans varð vart án árangurs. Var drepið á öllum vélum og rýmum lokað hið snarasta. Óskaði skipið aðstoðar en næst Vestamannaey á þeim tíma var systurskipið Bergey sem tók skipið í tog þegar til þess náðist.

Gert er ráð fyrir að Bergey komi til hafnar í Neskaupstað með Vestmannaey í eftirdragi um tvöleytið í nótt en til taks á staðnum er dráttarbáturinn Vöttur. Ennfremur er slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar í Neskaupsstað við öllu búnir þegar skipin ná landi.

Mynd Guðmundur Alfreðsson/Síldarvinnslan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.