Drengs leitað á Djúpavogi

Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi var kölluð út í dag þegar tilkynnt var um að 11 ára erlends drengs með einhverfu væri saknað. Drengurinn, sem var á ferð með forráðamönnum sínum, hljóp frá þeim og upp í hóla ofan við Djúpavog.


Þar sem nokkuð langt er fyrir aðrar bjargir að komast á Djúpavog var ákveðið að kalla strax eftir liðsafla frá fleiri björgunarsveitum á Austurlandi. Ekki reyndist þó þörf á aðstoð þeirra þar sem fljótlega sást til drengsins á ferð ofan við bæinn.

Tók það björgunarmenn nokkra stund að komast að honum þar sem hann var ekki til í að láta ná í sig. Hann var heill á húfi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.