Ein með tómat, sinnep og 42 milljónum.
Hjón á Austurlandi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þau keyptu sér lottómiða í sjoppunni á Reyðarfirði. Þau voru alein með allar tölur réttar og unnu rúmar 42 milljónir
Samkvæmt fréttatilkynningu Íslenskrar getspár skruppu þau til Reyðarfjarðar síðastliðinn laugardag til á fá sér pylsu.
Maðurinn ákvað að kaupa sér einn lottómiða líka. Það reyndust vera snjöll kaup því þegar uppi stóð voru þau með allar tölur réttar og unnu fjórfalda pottinn eða um rúmar 42 milljónir.
„Þetta kemur afar sér vel. Svo er þetta frábær brúðkaupsgjöf, við erum að halda upp á rúmlega 40 ára brúðkaupsafmæli um helgina,“ er haft eftir manninum í tilkynningunni.
Reyðarfjörður. Mynd úr safni.