Einkaþotan rifin í sundur og send úr landi

Einkaþota, sem í mars í fyrra var dæmd óflughæf og kyrrsett á Egilsstaðaflugvelli, var í október tekin í sundur og send úr landi.

Þetta er staðfest í svari Samgöngustofu, sem kyrrsetti vélina, við fyrirspurn Austurfréttar um örlög vélarinnar. Þar kemur fram að vélin hafi í október verið tekin í sundur, sett í gáma og flutt úr landi. Með því að henni var ekki flogið héðan telst málinu lokið af hálfu íslenskra flugmálayfirvalda.

Flugvélin kom upphaflega til Hornafjarðar síðsumars 2023 og stóð þar þar til um miðjan mars í fyrra. Til stóð að fljúga vélinni til Bretlands og þaðan trúlega áfram til Spánar en því var hafnað þar sem Hornafjörður telst ekki gildur millilandaflugvöllur.

Vélin hafði reyndar ekki heimild til að fljúga nokkurn skapaðan hlut og þess vegna voru viðhöfð snör handbrögð eftir að hún fór án leyfis á loft og lenti á Egilsstöðum. Það hjálpaði til að í lendingu þar sprakk á vélinni þannig hún þurfti að stoppa.

Eftir að eftirlitsmenn komu austur var ástand hennar metið sem óásættanlegt og hún kyrrsett. Hún var skráð í Portúgal af gerðinni Hún er af gerðinni Cessna 551 Citation II/SP og er smíðuð árið 1979 með sætum fyrir átta farþega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.