Einn framboðslisti í Djúpavogshreppi
Sjálfkjörið verður til sveitarstjórnar í Djúpavogshreppi, þar sem aðeins einn framboðslisti kom fram vegna sveitarstjornakosninganna nú í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Djúpavogshrepps á heimasíðu sveitarfélagsins.TILKYNNING FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN DJÚPAVOGSHREPPS | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Það tilkynnist hér með að þegar framboðsfrestur til sveitarstjórnarkostninga í 29. maí, 2010 rann út á hádegi laugardaginn 8. maí sl. hafði einn framboðslisti, Nýlistinn, borist í hendur kjörstjórar. Samkvæmt 29. Gr. Laga um kosningar til sveitarstjórna framlengdist því framboðstíminn til hádegis í dag, 10. maí. Þegar fresturinn rann út í dag hafði enginn annar framboðslisti borist því var ljóst að einungis einn listi væri því í framboði. Þegar lögboðinn framboðsfrestur rann út kom kjörstjórn í Djúpavogshreppi saman og fór yfir framkominn framboðslista. Engar athugasemdir voru gerðar varðandi framboðslista Nýlistans og var hann því samþykktur.
Að þessu sögðu og samkvæmt 29. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna: „Nú kemur aðeins einn framboðslisti og skal þá yfirkjörstjórn framlengja framboðsfrest um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti áður en þeim fresti lýkur verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn“.
Magnús Hreinsson
|