Eiríkur Björn: Menn töldu mig of mikið í pólitíkinni fyrir austan

arnipall_eirikur.jpgEiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir helsta mun á starfinu þar og á Akureyri, þar sem hann starfar nú, að hann einbeiti sér betur að rekstrinum nyrðra. Pólitísk vinna eystra hafi mögulega haft neikvæð áhrif á feril hans.

 

Þetta kemur fram í viðtali við Eirík í síðasta tölublaði Akureyrar – vikublaðs. Þangað var hann ráðinn til starfa af L-listanum í fyrrasumar  en listinn hefur engar beinar pólitískar tengingar á landsvísu.

„Fyrir austan sáu pólitískir fulltrúar flokkanna sem skipuðu meirihluta sveitarfélaganna um tengingar á landsvísu en hér þarf ég að mestu leyti að sjá um þessi pólitísku tengsl út á við. Það var hins vegar mjög meðvitað allt frá fyrsta degi að mín tengsl myndu snúa að rekstrinum einungis, minn tími á ekki að fara í pólitískan debatt við einn eða neinn,“ segir Eiríkur og bætir við.

„Það kom fyrir að ég var meira í því fyrir austan og sumir segja að það kunni að hafa haft neikvæð áhrif á minn feril þar, að ég hafi innviklast um of í pólitíkina. Hér er ég meira stikkfrí pólitískt.“

Eiríkur var um tíma íþróttafulltrúi á Akureyri áður en hann tók við bæjarstjórastöðunni eystra. Eftir átta ára dvöl þar var staðan auglýst við meirihlutaskipti í sveitastjórnarkosningunum í fyrravor. Eiríkur sótti um stöðuna nyrðra þegar hún var auglýst. Hann þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar hún bauðst.

„Hér á ég nokkra af mínum bestu vinum og þess vegna var það auðveld ákvörðun að sækjast eftir að koma aftur og mér bauðst það.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar