Ekkert millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll í dag

Ekkert flug millilandaflugvéla hefur verið um Egilstaðaflugvöll eftir hádegi í dag. Innanlandsflugið liggur einnig niðri.  Það eru öskuskotin ský í 20 þúsund feta hæð sem valda þessari lokun flugvallarinns.

flugvel_egflugvelli4.jpgÞota Flugleiða sem kom til Egilsstaða í gær og var geymd á Egilsstaðaflugvelli síðustu nótt, fór til Akureyrar klukkan 11:00 í morgun.  Þaðan átti síðan að fljúga henni til annara landa með farþega. 

Innanlandsflugið hefur einnig legið niðri vegna lokunar Reykjavíkurflugvallar í dag.

Það sem veldur lokun Egilsstaðaflugvallar frá hádegi í dag eru öskuskotin ský í 20 þúsund feta hæð, sem valda því að ekki fæst blindflugsheimild á Egilsstaðaflugvöll.

Þó er hægt að fljúga sjónflug á völlinn og eru einkaflugvélar þær einu sem nú fara þar um.  Til að mynda fréttist af TF-KHB á ferðinni í loftið frá Egilsstaðaflugvelli í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar