Orkumálinn 2024

Ekkert smit fimmta daginn í röð

Ekkert covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan á miðvikudag. Áfram fækkar þeim sem eru í sóttkví til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar Almannavarna á Austurlandi. Á morgun verða tvær vikur liðnar frá því að fyrsta smitið greindist í fjórðungnum.

Síðan hafa sex bæst við, hið síðasta á miðvikudag. Fimm sólarhringar eru því liðnir frá síðasta tilfelli. Í sóttkví eru 54. Þeim hefur fækkað um 22 frá í gær. Þeir voru yfir 200 um miðja síðustu viku.

Nú er að ljúka sýnatökum eystra vegna rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu veirunnar í íslensku samfélagi. Um 1500 Austfirðingar hafa frá á laugardag gefið sýni.

Sýni eru farin suður til Reykjavíkur til greiningar. Nokkrir einstaklingar hafa þegar fengið sínar niðurstöður en önnur sýni bíða enn úrvinnslu. Vonast er til að hægt verði að kynna fyrstu niðurstöður greiningarinnar eystra á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.