Ekkert starfsleyfi fyrr en bætt hefur verið úr fráveitumálum á Eiðum

eidar.jpg

Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur neitað að gefa út starfsleyfi fyrir samfellda starfsemi í húsnæðinu sem áður hýsti Alþýðuskólann á Eiðum nema þar til bætt hefur verið úr úrveitumálum þar. Eigandi húsnæðisins hefur heitið úrbótum.

 

HAUST hefur ítrekað gert athugasemdir við skólpmengun frá rotþró við húsnæði sem áður hýsti skólann. Mengunin hefur valdið gerlamengun í Eiðalæk sem rennur út í Eiðavatn.

Veittur var frestur ársloka 2011 til að leggja fram áform um úrbætur. Gögn bárust ekki fyrir þann tíma. Fram kemur í nýjustu fundargerð heilbrigðisnefndar að eigandinn hafi heitið úrbótum þegar vorar. Því var veitt undanþága fyrir að halda þorrablót í hátíðasalnum. Ekki verða gefin út starfsleyfi fyrir samfellda starfsemi fyrr en gengið hefur verið frá fráveitumálunum.

Óvíst er þó um hótelrekstur á Eiðum næsta sumar eftir að Hótel Edda tilkynnti að keðjan ætli ekki að reka hótelið þar næsta sumar. Hótel hefur verið rekið áratugum saman í skólahúsnæðinu gamla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.