Ekki þarf að skera fleira fé í Merki

lomb.jpg

Ekki er þörf á að skera fleira fé í bili vegna riðuhreinsunar á bænum Merki á Jökuldal. Öll þau sýni sem tekin voru úr því fé sem skorið var eftir að sýkt kind var greind þar í febrúar reyndust neikvæð.

 

Riðuafbrigðið sem greindist í Merki var NOR98 sem er talið minna smitandi en önnur afbrigði veikinnar. Venjan hefur verið sú að aflífa allt fé á þeim bæjum þar sem riða hefur greinst.

Um 194 kindum, í eldri kantinum frá Merki, var lógað í sláturhúsinu á Vopnafirði fyrir páska í umsjá héraðsdýralæknis og hræin urðuð á urðunarsvæði Vopnfirðinga við Búðaröxl. Tekin voru mænusýni úr þeim og greind á rannsóknarstöðinni á Keldum. Þau reyndust öll neikvæð. 

Það þýðir að ekki kemur til frekari niðurskurðar á Merki í bili. Áfram verður samt fylgst með kindum þar og á nágrannabæjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar