Ekki fleiri kynferðisbrot tilkynnt á Austurlandi þrátt fyrir aukna umræðu

logreglumerki.jpg
Fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna um kynferðisbrot hefur ekki leitt til þess að fleiri slík mál hafi borist inn á borð hjá austfirsku lögregluembættunum. Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segjast menn ekki hafa séð slíkan fjölda mála á jafn stuttum tíma.

Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að holskefla af málum sem vörðuðu kynferðisafbrot gegn börnum hefðu skollið á lögreglunni eftir að Kastljós birti umfjöllun sína um Karl Vigni Þorsteinsson þann sjöunda janúar.

Fleiri mál hafa komið upp í kjölfarið og er nú svo komið að embætti ríkissaksóknara og kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væru að sligast undan kynferðisbrotamálum.

Hjá austfirsku lögregluembættunum fengust í dag þær upplýsingar að umfjöllunin hefði ekki leitt til fjölgunar mála í fjórðungnum. „Nei, svo er ekki raunin,“ sagði Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, í svari við fyrirspurn Austurfréttar en embættið þar annast rannsókn slíkra mála á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar