Ekki mikill snjór á fjallvegunum

Allar helstu leiðir á Austurlandi eru nú opnar eftir að hafa verið lokaðar vegna veðurs í gær. Almennt hefur gengið vel að ryðja vegina enda ekki mikill snjór á þeim.

Mokstursbíll og snjóblásari lögðu af stað yfir Fjarðarheiði snemma í morgun og náðu að opna leiðina yfir klukkan sjö í morgun. „Það voru 3-4 skaflar á heiðinni,“ segir Davíð Þór Sigfússon, hjá Vegagerðinni á Reyðarfirði.

Leiðin yfir Fagradal var opnuð klukkan átta. Davíð segir lítinn snjó hafa verið á dalnum sjálfum, aðallega í Græfunum.

Síðan hafa leiðirnar opnast ein af annarri, Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Vatnsskarð. Enn er þungfært efst á Efra-Dal á Jökuldal og í austurbyggðinni en unnið er að mokstri. Að öðru leyti eru leiðir á láglendi færar.

Áfram verður unnið að því að hreinsa vegina í dag. Enn fellur blautur snjór til jarðar en spáð er miklu frosti og því mikilvægt að hreinsa sem mest til að lágmarka hálku í frostinu.

Enn er éljagangur á fjallvegum og beinir Vegagerðin því þeim tilmælum til ökumanna að fara með gát.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.