Eldur í húsnæði Austurljóss
Slökkvilið Múlaþings var kallað út klukkan 11:20 eftir að tilkynnt var í eld í braggabyggingu á mótum gatnanna Miðáss og Reykáss á Egilsstöðum.Húsnæðið sem um ræðir er að Miðási 18 og hefur hýst starfsemi fjarskiptafyrirtækisins Austurljóss. Í hinum enda hússins var líkkistusmiðja. Reynt hefur verið að varna því að eldurinn fari í það bil.
Slökkvilið var fljótt á staðinn og hóf strax slökkvistarf. Að sögn sjónarvottar lagði slökkviliðið fyrst áherslu á að sprauta utan á veggi hússins. Um hádegi braust eldur upp úr þakinu en hann var snarlega kveðinn niður. Í kjölfarið byrjuðu reykkafarar að fara inn auk þess sem útveggur var rofinn með skotbómulyftara.
Fréttin verður uppfærð eftir því sem nánari upplýsingar liggja fyrir.
Myndir: Stefán Bogi Sveinsson og Unnar Erlingsson