Skip to main content

Eldur kom upp í íbúð á Reyðarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. júl 2012 08:37Uppfært 08. jan 2016 19:23

reydarfjordur_hofn.jpg
Par með ungt barn komst út úr íbúð sinni á Reyðarfirði eftir að eldur kom þar upp í gærmorgun. Faðirinn náði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á staðinn.

Eldurinn kom upp á baðherbergi en barnið var þar inni. Faðirinn kom því út og slökkti eldinn. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun.

Nokkrar skemmdir urðu á íbúðinni. Lögreglan á Eskifirði rannsakar eldsupptök.