Ellefu komin í framboð hjá Sjálfstæðisflokknum

Ellefu einstaklingar hafa tilkynnt um framboð í fimm efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Raðað verður sætin á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins á morgun.

Talsverð spenna er fyrir þinginu eftir að Jens Garðar Helgason bauð sig fram í oddvitasætið gegn Njáli Trausta Friðbertssyni, núverandi þingmanni.

Í annað sætið hafa þær Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður, Berglind Harpa Svavarsdóttir, varaþingmaður og Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður, boðið sig fram. Flokkurinn hefur sem stendur tvo þingmenn í kjördæminu.

Þingið hefst á hádegi og á því eiga allt að 260 manns atkvæðisrétt, aðal- og varamenn í kjördæmisráði. Byrjað verður að kjósa um fyrsta sætið og er von á úrslitum úr þeirri kosningu undir klukkan 14, ef allt gengur að óskum.

Frambjóðandi sem ekki hlýtur brautargengi í það sæti sem hann hefur boðið sig fram í getur boðið sig fram í næsta sæti á eftir og svo framvegis. Kjörnefnd gerir síðan tillögu um önnur sæti listans og er gert ráð fyrir að bera listann í heild upp til samþykktar áður en þinginu verður slitið.

Hægt er að bjóða sig fram á fundinum sjálfum þannig enn getur fjölgað í hópi frambjóðenda.

Frambjóðendur í 1. sæti:
Jens Garðar Helgason, 47 ára, Eskifirði.
Njáll Trausti Friðbertsson, 54 ára, Akureyri.

Frambjóðendur í 2. sæti:
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, 31 ára, Akureyri.
Berglind Harpa Svavarsdóttir, 48 ára, Egilsstöðum.
Valgerður Gunnarsdóttir, 69, Norðurþingi.

Frambjóðendur í 3. sæti:
Almar Marinósson, 43 ára, Þórshöfn.
Jón Þór Kristjánsson, 33 ára, Akureyri.
Ketill Sigurður Jóelsson, 38 ára, Akureyri.
Kristinn Karl Brynjarsson, 58 ára, Reyðarfirði.

Frambjóðendur í önnur sæti
Telma Ósk Þórhallsdóttir, 19 ára, Akureyri (í 3.- 5. sætið).
Þorsteinn Kristjánsson, 27 ára, Akureyri (í 4. sætið).

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.