Engar breytingar hjá Arion á Egilsstöðum

Engar breytingar urðu á eina útibúi Arion-banka á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum, í umfangsmiklum breytingum sem kynntar voru hjá bankanum í morgun.

Stjórn bankans samþykkti í morgun nýtt skipulag bankans, sem ætlað er að lækka kostnaðarhlutfall í rekstri verulega.

Breytingarnar fólu í sér að fækkað verður um 100 starfsmenn hjá bankanum, sem eru 12% heildarstarfsmannafjöldans. Af þeim sem missa vinnuna við breytingarnar starfa um 80 í höfuðstöðvum bankans en um 20 í útibúum.

Samkvæmt upplýsingum frá samskiptasviði bankans urðu engar breytingar í útibúinu á Egilsstöðum við þessar skipulagsbreytingar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.