Engin mygla fannst á leikskólanum

skogarland_leikskoli_egs.jpg
Engar vísbendingar hafa fundist um myglu í húsnæði leikskólans við Skógarlönd á Egilsstöðum þrátt fyrir ítrekaða leit og rannsóknir. Húsið var byggt af ÍAV líkt og Votahvammshverfið þar sem myglusveppur hefur grasserað.

Í frétt á vef Fljótsdalshéraðs segir að öndun í loftrými þaks leikskólans hafi verið alls staðar í lagi en átta sýnisgöt voru tekin. Þá hafi engin mygla verið sjáanleg með myndavél, né fundist lykt eða annað sem gaf til kynna að mygla væri í húsinu.

„Miðað við reynslu af fyrri rannsóknarverkefnum þá er hægt að ganga út frá því að þakið sé ómyglað,“ segir í niðurstöðum húsasmíðameistara sem vann úttektina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar