Enn eitt leiðindaveðrið á leiðinni
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði á morgun. Landsnet hefur viðbúnað vegna álags á raflínur.Viðvörun Veðurstofunnar fyrir spásvæðin gildir frá klukkan þrjú í nótt til klukkan þrjú á morgun. Á þessum tíma er spáð norðaustan stormi, 15-23 m/s.
Hvassviðrinu fylgir mikil úrkoma. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin gildir enda skyggni lélegt.
Þá hefur Landsnet gefið út viðvörun vegna mögulegra rafmagnstruflana. Þar segir að mikill úrkomubakki komi upp að Austfjörðum og fari hægt til vesturs. Í nótt og fyrramálið verði áraun með skýjaísingu til fjalla eystra.