Skip to main content

Enn ekkert ákveðið um niðurskurð í Merki

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2012 20:01Uppfært 08. jan 2016 19:22

lomb.jpg
Landbúnaðaryfirvöld hafa ekki enn tekið neina ákvörðun um framtíð fjár á bænum Merki á Jökuldal þar sem riða af NOR98 stofni greindist í síðasta mánuði. Yfirdýralæknir segir unnið eins hratt og hægt er.

„Við erum að skoða alla möguleika en reynum að vinna eins hratt og við getum,“ sagði Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, í samtali við Agl.is.

Fulltrúar Matvælastofnunar, sem hefur yfirumsjón með dýraheilbrigði á Íslandi, voru eystra í síðustu viku. Ákveðið var fella þrjár veiklulegar kindur úr stofninum og taka til rannsóknar. Niðurstaða hennar liggur ekki enn fyrir.

Bent hefur verið á að þetta tiltekna afbrigði riðuveikinnar sé vægara heldur en gengur og gerist og óvíst hvort það sé smitandi. Í raun sé frekar um ellihrörnun í fénu að ræða. Því hefur verið rætt um að skera aðeins hluta stofnsins. Halldór segir verið að „skoða alla möguleika.“ Þá sé málið einnig unnið í samvinnu við landbúnaðarráðuneytið.